Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2024 12:24 Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir gott að halda í einhvern hluta af þeim hversdagsleika sem hann þekkti fyrir jarðhræringarnar. Sturla GK landaði í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. vísir/Vilhelm Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53