Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2024 12:24 Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir gott að halda í einhvern hluta af þeim hversdagsleika sem hann þekkti fyrir jarðhræringarnar. Sturla GK landaði í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. vísir/Vilhelm Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53