Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 11:00 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist telja að margir þeirra sem nú séu á lista að safna meðmælum hafi í raun ætlað að veita henni meðmæli. Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. „Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“ Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“
Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira