Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 07:09 Slökkviliðsmenn berjast við eld í fjölbýlishúsi í Kænugarði í morgun. Á myndinni sést gígur sem myndaðist í árásum Rússa í nótt. AP/Vadim Ghirda Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. „Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira