Tiger Woods verður meðal kylfinga á Masters Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 07:00 Patrick Reed klæðir Tiger Woods í græna jakkann árið 2019 Augusta National via Getty Images Tiger Woods hefur þegið boð um að keppa á Masters sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Masters fer fram á velli Augusta golfklúbbsins í Georgíufylki Bandaríkjanna, 11.–14. apríl næstkomandi. Græni jakkinn frægi bíður að sjálfsögðu sigurvegarans. Tiger vann mótið síðast árið 2019, í fimmta skipti á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus, með sex titla, hefur unnið mótið oftar. It’s OFFICIAL. Tiger is playing the Masters. 🐅 #TheMasters pic.twitter.com/BflTk6AeAL— Nick Kayal (@NickKayal) March 20, 2024 Það hefur auðvitað gengið á ýmsu hjá Tiger undanfarin ár. Eftir bílslys árið 2021 hefur hann tekið þátt í afar fáum mótum. Hann dróg sig úr keppni á leikmannamóti í TPC Sawgrass um síðustu helgi. Síðan 2021 hefur Tiger tvisvar tekið þátt í Masters, hann endaði í 47. sæti árið 2022 en dró sig úr keppni á sjöundu holu í fyrra vegna veikinda. Árangur Tiger á mótum að undanförnu skiptir meistaramótið engu máli, sem fyrrum sigurvegari er honum að eilífu boðið að taka þátt. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Masters fer fram á velli Augusta golfklúbbsins í Georgíufylki Bandaríkjanna, 11.–14. apríl næstkomandi. Græni jakkinn frægi bíður að sjálfsögðu sigurvegarans. Tiger vann mótið síðast árið 2019, í fimmta skipti á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus, með sex titla, hefur unnið mótið oftar. It’s OFFICIAL. Tiger is playing the Masters. 🐅 #TheMasters pic.twitter.com/BflTk6AeAL— Nick Kayal (@NickKayal) March 20, 2024 Það hefur auðvitað gengið á ýmsu hjá Tiger undanfarin ár. Eftir bílslys árið 2021 hefur hann tekið þátt í afar fáum mótum. Hann dróg sig úr keppni á leikmannamóti í TPC Sawgrass um síðustu helgi. Síðan 2021 hefur Tiger tvisvar tekið þátt í Masters, hann endaði í 47. sæti árið 2022 en dró sig úr keppni á sjöundu holu í fyrra vegna veikinda. Árangur Tiger á mótum að undanförnu skiptir meistaramótið engu máli, sem fyrrum sigurvegari er honum að eilífu boðið að taka þátt.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira