Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 11:16 Svona var staðan á eldstöðvunum um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53