Þetta segir Einar Hjörleifsson náttúrúvársérfræðingur en hann hefur staðið vaktina á Veðurstofunni í nótt.
„Skjálftavirknin hefur verið fremur lítil en áfram hefur verið töluverð kvikustrókavirkni úr gígunum sem virðast nú vera að þéttast upp í afmarkaða gíga, sem eru sjö til átta talsins, þessa stundina,“ segir Einar.
Hann bætir við að hraunflæðið sé mest í kringum Sundhnúk en að erfitt sé að meta útbreiðsluna yfir nóttina. Það verði áhugavert að sjá í birtingu en ljóst sé að ekkert virðist vera að draga úr gosinu ennþá.