„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:00 Markverðirnir tóku málin í eigin hendur. Vísir/Getty Images Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla. Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla.
Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00
Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27