„Ég hata þau öll“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2024 07:01 Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe mun án efa vera mikið í fréttum næstu misseri. Getty Images/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira