Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 16:32 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Silvia Izquierdo Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira