Hættir sem leikhússtjóri og hefur störf í ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2024 11:22 Marta Nordal var skipuð leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar árið 2018. LA Marta Nordal hefur ákveðið að hætta sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2018. Marta greindi frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook í gær. Þar segir hún að allt hafi sinn tíma og hafi hún nú ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Á leið í ráðuneytið Marta segir í samtali við Vísi að hún hafi átt frábæran tíma hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég og við erum búin að vinna marga sigra. Síðan kemur að því að lífið fer í aðra stefnu. Ég er komin með annað starf og taldi þetta rétta tímapunktinn fyrir mig að færa mig. Ég fæ að hætta á toppnum þegar allt gengur vel og get kvatt sátt. Ég er mjög þakklát fyrir minn tíma hjá leikfélaginu. Ég hef notið þess í botn og elska Akureyri.“ Marta segir að hún muni nú hefja störf í ráðuneyti menningarmála sem sérfræðingur í sviðslistum. Hún sé spennt fyrir verkefnum og fái áfram að starfa á þessum vettvangi þó að það sé undir öðrum formerkjum. „Þetta er líka tækifæri fyrir mig að bæta við þekkingu,“ segir Marta. Einstök gæfa Í færslu sinni á Facebook segir Marta að það sé einstök gæfa að fá að starfa við það sem maður elski og hefi ástríðu fyrir. Eiginlega ein mesta gæfa sem hægt sé að hugsa sér. „Nú hef ég verið leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2018 og notið hverrar stundar enda starf þar sem öll mín þekking, reynsla og sýn kemur saman. Þessi tími hefur verið hreint út sagt stórkostlegur, eiginlega ólýsanlegur og þar hefur hvergi borið skugga á þrátt fyrir ýmsar áskoranir. Það er ekki allt auðvelt sem er einhvers virði. En uppskeran er líka ríkuleg. Þegar draumur verður að veruleika og til verður sýning sem fólk elskar og nýtur þess að sækja, það er ólýsanleg tilfinning. Þetta þekkir allt leikhúsfólk. En lykillinn að velgengni er fólkið á bakvið verkefnin. Leikhús verður alltaf til í samvinnu og sameiginlegri sýn. Það sem stendur uppúr þegar ég lít tilbaka er mitt einstaka samstarfsfólk hjá MAK og það hæfileikaríka listafólk sem hefur komið að verkefnunum hjá okkur. Þið hafið gefið mér meira en orð fá lýst og gert mér kleift að láta stóra drauma rætast og njóta hverrar mínútu í að búa þá til. Við eigum þetta saman og ég á ykkur allt að þakka. En allt hefur sinn tíma og hef ég nú ákveðið að hætta sem leikhússtjóri og snúa mér að öðrum verkefnum. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að leiða Leikfélag Akureyrar á undanförnum árum og vonandi átt þátt í að efla það og styrkja. Við höfum sett á svið metnaðarfullar sýningar, stuðlað að fræðslu í leiklistarskólanum og sviðslistabraut MA og átt í margs konar samstarfi við stofnanir og hópa. Nú stíg ég til hliðar og fæ að fylgjast áfram með Leikfélagi Akureyrar vaxa og dafna. Takk elsku samstarfsfólk fyrir gleðina, hláturinn, ástríðuna og stuðninginn og takk áhorfendur fyrir að koma og njóta. Ég kveð með stolti, söknuði og hlýju í hjarta,“ segir Marta. Akureyri Leikhús Menning Stjórnsýsla Vistaskipti Leikfélag Akureyrar Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Marta greindi frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook í gær. Þar segir hún að allt hafi sinn tíma og hafi hún nú ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Á leið í ráðuneytið Marta segir í samtali við Vísi að hún hafi átt frábæran tíma hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég og við erum búin að vinna marga sigra. Síðan kemur að því að lífið fer í aðra stefnu. Ég er komin með annað starf og taldi þetta rétta tímapunktinn fyrir mig að færa mig. Ég fæ að hætta á toppnum þegar allt gengur vel og get kvatt sátt. Ég er mjög þakklát fyrir minn tíma hjá leikfélaginu. Ég hef notið þess í botn og elska Akureyri.“ Marta segir að hún muni nú hefja störf í ráðuneyti menningarmála sem sérfræðingur í sviðslistum. Hún sé spennt fyrir verkefnum og fái áfram að starfa á þessum vettvangi þó að það sé undir öðrum formerkjum. „Þetta er líka tækifæri fyrir mig að bæta við þekkingu,“ segir Marta. Einstök gæfa Í færslu sinni á Facebook segir Marta að það sé einstök gæfa að fá að starfa við það sem maður elski og hefi ástríðu fyrir. Eiginlega ein mesta gæfa sem hægt sé að hugsa sér. „Nú hef ég verið leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2018 og notið hverrar stundar enda starf þar sem öll mín þekking, reynsla og sýn kemur saman. Þessi tími hefur verið hreint út sagt stórkostlegur, eiginlega ólýsanlegur og þar hefur hvergi borið skugga á þrátt fyrir ýmsar áskoranir. Það er ekki allt auðvelt sem er einhvers virði. En uppskeran er líka ríkuleg. Þegar draumur verður að veruleika og til verður sýning sem fólk elskar og nýtur þess að sækja, það er ólýsanleg tilfinning. Þetta þekkir allt leikhúsfólk. En lykillinn að velgengni er fólkið á bakvið verkefnin. Leikhús verður alltaf til í samvinnu og sameiginlegri sýn. Það sem stendur uppúr þegar ég lít tilbaka er mitt einstaka samstarfsfólk hjá MAK og það hæfileikaríka listafólk sem hefur komið að verkefnunum hjá okkur. Þið hafið gefið mér meira en orð fá lýst og gert mér kleift að láta stóra drauma rætast og njóta hverrar mínútu í að búa þá til. Við eigum þetta saman og ég á ykkur allt að þakka. En allt hefur sinn tíma og hef ég nú ákveðið að hætta sem leikhússtjóri og snúa mér að öðrum verkefnum. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að leiða Leikfélag Akureyrar á undanförnum árum og vonandi átt þátt í að efla það og styrkja. Við höfum sett á svið metnaðarfullar sýningar, stuðlað að fræðslu í leiklistarskólanum og sviðslistabraut MA og átt í margs konar samstarfi við stofnanir og hópa. Nú stíg ég til hliðar og fæ að fylgjast áfram með Leikfélagi Akureyrar vaxa og dafna. Takk elsku samstarfsfólk fyrir gleðina, hláturinn, ástríðuna og stuðninginn og takk áhorfendur fyrir að koma og njóta. Ég kveð með stolti, söknuði og hlýju í hjarta,“ segir Marta.
Akureyri Leikhús Menning Stjórnsýsla Vistaskipti Leikfélag Akureyrar Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira