Sport

Dreifa smokkum meðal íþróttafólksins á ÓL í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enginn ætti að vera í vandræðum með finna smokka í Ólympíuþorpinu í sumar.
Enginn ætti að vera í vandræðum með finna smokka í Ólympíuþorpinu í sumar. Getty/Gerardo Vieyra

Það verður engin tveggja metra regla viðhöfð lengur þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París í sumar.

Sóttvarnarreglur voru strangar á síðustu leikum í Tókýó sem fóru fram í miðjum kórónuveirufaraldrinum.

Nú má íþróttafólkið blanda geði og það hefur enginn áhyggjur lengur af því að hann sé að smitast. Það er af kórónuveirunni.

Mótshaldarar ætla hins vegar að hjálpa íþróttafólkinu að forðast kynsjúkdóma og annað slíkt en það er löngu vitað að ástin blómstrar oft í Ólympíuþorpinu.

Frakkar ætla því að taka á móti íþróttafólkinu með því að gefa þeim þrjú hundruð þúsund smokka.

Það verða um níu þúsund manns í Ólympíuþorpinu þessar rúmur tvær vikur sem leikarnir fara fram og þetta eru því um það bil tveir smokkar á mann á hverjum degi.

Ólympíuþorpið er jafnstórt og sjötíu fótboltavellir eða um 35 hektarar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×