Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 08:24 Úkraínumenn hafa sýnt það að þeir hafa getu til að gera árásir langt inn í Rússland frá eigin landsvæði. AP/Efrem Lukatsky Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira