Telur ólíklegt að hraunið nái að Suðurstrandarvegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 16:59 Jón Haukur hefur staðið vaktina í síendurteknum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Myndin var tekin þegar gaus í desember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Verkfræðingur hjá Eflu segir ólíklegt að hraunrennsli nái að Suðurstrandavegi og út í sjó. Aðeins voru um 150 metrar í að hrauntungan sem rann í vesturátt að Svartsengi næði að hitaveitulögn, en rennslið virðist hafa stöðvast. „Hraunið var svo tillitsamt að stoppa hérna rétt fyrir ofan Svartsengislínuna og Njarðvíkuræðina,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Hann ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann á Reykjanesi fyrir stundu. Jón Haukur segir að aðeins hafi verið um 150 til 200 metrar þar til hraunbreiðan færi yfir Njarðvíkuræðina líkt og gerðist í síðasta gosi í febrúar. „En hún var öll orðin jörðuð og frágengin, þannig að í raun og veru höfðum við ekkert miklar áhyggjur af henni því það var búið að verja hana.“ Telur að Suðurstrandavegur sleppi Jón Haukur segir að ekki hafi orðið vart við hreyfingu á hrauninu síðan í morgun og því megi segja að innviðir í Svartsengi hafi alveg sloppið við skemmdir, að frátöldum Grindavíkurvegi. Ekkert sé því til fyrirstöðu að gera annan bráðabirgðaveg yfir hraunið fljótlega, líkt og gert var eftir síðasta gos. Enn er nokkur óvissa um hrauntunguna sem rennur í átt að Suðurstrandarvegi en Jón Þór hefur ekki miklar áhyggjur af því. „Það mjakast mjög rólega þar. Að öllu óbreyttu er langlíklegast að það sleppi bara alveg.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Hraunið var svo tillitsamt að stoppa hérna rétt fyrir ofan Svartsengislínuna og Njarðvíkuræðina,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Hann ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann á Reykjanesi fyrir stundu. Jón Haukur segir að aðeins hafi verið um 150 til 200 metrar þar til hraunbreiðan færi yfir Njarðvíkuræðina líkt og gerðist í síðasta gosi í febrúar. „En hún var öll orðin jörðuð og frágengin, þannig að í raun og veru höfðum við ekkert miklar áhyggjur af henni því það var búið að verja hana.“ Telur að Suðurstrandavegur sleppi Jón Haukur segir að ekki hafi orðið vart við hreyfingu á hrauninu síðan í morgun og því megi segja að innviðir í Svartsengi hafi alveg sloppið við skemmdir, að frátöldum Grindavíkurvegi. Ekkert sé því til fyrirstöðu að gera annan bráðabirgðaveg yfir hraunið fljótlega, líkt og gert var eftir síðasta gos. Enn er nokkur óvissa um hrauntunguna sem rennur í átt að Suðurstrandarvegi en Jón Þór hefur ekki miklar áhyggjur af því. „Það mjakast mjög rólega þar. Að öllu óbreyttu er langlíklegast að það sleppi bara alveg.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira