Áhorfendum fækkar í Sádi-Arabíu þrátt fyrir óhóflega eyðslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 12:00 Cristiano Ronaldo er andlit deildarinnar en hann var einn af fjölmörgum sem fluttist til S-Arabíu í fyrra Khalid Alhaj/MB Media/Getty Images Þrátt fyrir að lið hafi eytt himinháum fjárhæðum í leikmenn undanfarið ár fækkaði áhorfendum í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta um 10 prósent milli ára. Bloomberg tók saman tölurnar. Áhorfendafjöldi á þessu tímabili hefur verið 8,321 manns að meðaltali á hverjum leik, 10 prósent minna en á sama tíma í fyrra. Fjöldi þátta er talinn stuðla að þessu vandamáli og er þar meðal annars nefnt að þó leikmenn séu margir í hæsta gæðaflokki séu vallaraðstæður og innviðir liðanna ekki enn á þeim stalli. Leikdagsupplifun áhorfenda þykir ekki góð og erlendir ferðamenn hafa ekki flykkst til leikja í þeim mæli sem búist var við. "The average attendance for the 2023-24 season has been just 8,321 so far, down about 10% from the prior season."I don't think anyone thought things would change overnight, but it's quite something to spend all that money and see attendances drop.https://t.co/9n5dYRgxsp— Martin Calladine (@uglygame) March 16, 2024 Carlo Nohra, forstöðumaður deildarinnar, gaf það í skyn að lið deildarinnar myndu ekki eyða eins háum fjárhæðum á næsta tímabili líkt og þau hafa gert hingað til. Hann sagði þetta allt hluta af áformum deildarinnar til að laða leikmenn að, en bjóst við að sjá yfirvegaðri nálgun í næsta félagaskiptaglugga. Innan þriggja ára reiknaði hann með að liðin væru orðin sjálfbær, að þau selji leikmenn til að fjármagna önnur kaup og treysti ekki á styrki úr ríkissjóði til þess. Ljóst er að metnaðurinn er mikill í Sádi-Arabíu og fjöldi stjörnuleikmanna hefur haldið þangað en við þeim blasir mikil áskorun ef ævintýrið á að halda áfram. Sádi-Arabía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Bloomberg tók saman tölurnar. Áhorfendafjöldi á þessu tímabili hefur verið 8,321 manns að meðaltali á hverjum leik, 10 prósent minna en á sama tíma í fyrra. Fjöldi þátta er talinn stuðla að þessu vandamáli og er þar meðal annars nefnt að þó leikmenn séu margir í hæsta gæðaflokki séu vallaraðstæður og innviðir liðanna ekki enn á þeim stalli. Leikdagsupplifun áhorfenda þykir ekki góð og erlendir ferðamenn hafa ekki flykkst til leikja í þeim mæli sem búist var við. "The average attendance for the 2023-24 season has been just 8,321 so far, down about 10% from the prior season."I don't think anyone thought things would change overnight, but it's quite something to spend all that money and see attendances drop.https://t.co/9n5dYRgxsp— Martin Calladine (@uglygame) March 16, 2024 Carlo Nohra, forstöðumaður deildarinnar, gaf það í skyn að lið deildarinnar myndu ekki eyða eins háum fjárhæðum á næsta tímabili líkt og þau hafa gert hingað til. Hann sagði þetta allt hluta af áformum deildarinnar til að laða leikmenn að, en bjóst við að sjá yfirvegaðri nálgun í næsta félagaskiptaglugga. Innan þriggja ára reiknaði hann með að liðin væru orðin sjálfbær, að þau selji leikmenn til að fjármagna önnur kaup og treysti ekki á styrki úr ríkissjóði til þess. Ljóst er að metnaðurinn er mikill í Sádi-Arabíu og fjöldi stjörnuleikmanna hefur haldið þangað en við þeim blasir mikil áskorun ef ævintýrið á að halda áfram.
Sádi-Arabía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira