Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 23:19 Frá gosstöðvunum í kvöld. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. „Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi. Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
„Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi.
Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira