„Það er verið að rýma Grindavík“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 21:08 Skjáskot af gosinu úr vefmyndavél Vísis. Vísir Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27