SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 17:01 SpaceX stendur öðrum fyrirtækjum heims framar þegar kemur að því að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu. AP/Eric Gay Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX. SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27