Segir son sinn hafa beitt konur ofbeldi í mörg ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 10:30 Móðir Jerome Boateng fer ekki fögrum orðum um son sinn í tölvupósti sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Martin Rose/Getty Images Móðir þýska knattspyrnumannsins Jerome Boateng segir að leikmaðurinn, sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi árið 2021, hafi beitt konur andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang.
Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira