Sport

Í fyrsta sinn verða jafn­margar konur og karlar á Ólympíu­leikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamaíska boðhlaupssveitin fagnar sigri sínum á síðustu Ólympíuleikum. Briana Williams, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson skiluðu þjóð sinni gullinu og voru mjög sáttar með það.
Jamaíska boðhlaupssveitin fagnar sigri sínum á síðustu Ólympíuleikum. Briana Williams, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson skiluðu þjóð sinni gullinu og voru mjög sáttar með það. Getty/Fred Lee

Ólympíuleikarnir í París í sumar verða sögulegir leikar þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta verða nefnilega fyrstu Ólympíuleikar sögunnar þar sem jafnmargar konur og karla keppa.

Alls verða 5250 konur og 5250 karlar sem taka þátt í leikunum. Alþjóða Ólympíunefndin hefur unnið markvisst af því að jafna kynjahlutföllin á síðustu leikjum og nú er markmiðinu endanlega náð.

„Við fáum tækifæri til að fagna saman einu mikilvægustu stund kvenna í sögu Ólympíuleikanna sem og í allir íþróttasögunni,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Konur tóku fyrst þá á Ólympíuleikunum í París árið 1900 en þá voru þær aðeins 2,2 prósent keppenda. Það var stór aukning á leikunum í Los Angeles árið 1984 þegar 23 prósent keppenda voru konur. Konur voru síðan 44 prósent keppenda í London 2012 og þær voru orðnar 48 prósent á síðustu leikum í Tókýó 2021.

Nú ná konur loksins 50 prósent markinu sem væntanlega og vonandi haldast fast hér eftir.

Konur skrifa söguna á annan hátt á leikunum í Pars því lokagrein leikanna verður nú maraþonhlaup kvenna en ekki maraþonhlaup karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×