Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 14:34 Rasmus Højlund hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en gæti snúið aftur á sunnudag í risaleikinn við Virgil Van Dijk og félaga. Getty/Clive Brunskill „Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag. Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Enski boltinn Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar.
Enski boltinn Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira