Fótbolti

Hákon lagði upp mark þegar Lille fór á­fram en Kristian og Ajax eru úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson gaf stoðsendingu í leiknum í kvöld.
Hákon Arnar Haraldsson gaf stoðsendingu í leiknum í kvöld. Getty/Catherine Steenkeste

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa.

Aston Villa sló út Kristian Nökkva Hlynsson og félaga í Ajax eftir 4-0 sigur á Villa Park en liðin gerðu markalaust jafntefli út í Hollandi. Kristian Nökkvi var í byrjunarliðinu hjá Ajax.

Ollie Watkins kom Aston Villa í 1-0 á 25. mínútu eftir hornspyrnu frá Douglas Luiz. Leon Bailey bætti síðan við öðru mark á 60. mínútu.

Jhon Duran innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu á 75. mínútu.

Þeir voru samt ekki hættir því Moussa Diaby skoraði fjórða markið á 81. mínútu.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði fyrri hálfleik þegar Lille komst áfram í átta liða úrslitin. Liðinu nægði 1-1 jafntefli á móti austurríska félaginu Sturm Graz á heimavelli.

Lille vann fyrri leikinn 3-0 og komst í 1-0 með marki Tiago Santos á 43. mínútu. Markið lagði Hákon upp.

Mika Biereth jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það var ekki nóg til að ógna Lille eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×