Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 12:30 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira