Í samtali við Vísi segir Helga að undanfarið hafi fólk í kringum hana beint henni í átt að framboði og hún ákveðið að ræða málið við sína nánustu.
„Það hefur í einhvern tíma verið ákveðin köllun í mér, sem ég er núna að kanna hljómgrunn fyrir.“
Helga er lögfræðingur og hefur frá árinu 2015 gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar. Hún hefur starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Frá árinu 2008 starfaði Helga hjá Lyfjastofnun, sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra.