Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 20:40 Kristján Ólafur var rekstrarstjóri nýrrar mathallar sem opna á, á Glerártorgi á Akureyri. Eik fasteignafélag hefur nú slitið samstarfi við Kristján í ljósi frétta af skattalagabrotum hans. Vísir Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. „Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“ Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“
Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16