Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er einn fórnarlamba mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.
Öryrki óttast um líf sitt þar sem leigusali neitar að fara í framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í sé mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.
Þá fer Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, yfir stöðuna á Reykjanesskaganum í myndveri, við förum yfir niðurstöðu dóms í hryðjuverkamálinu svokallaða og sjáum málverk eftir Margréti Þórhildi Danadrottningu sem seldist á uppboði fyrir stuttu.