Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 12:02 Það er tómlegt um að lítast í Grindavík þessa dagana. Forseti bæjarstjórnar segir þó að margir íbúar sjái enn fyrir sér framtíð í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira