SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2024 11:58 Áætlanir þúsunda farþega Icelandair í aðdraganda páska og um páskana gætu raskast ef aðgerðir VR skella á með fullum þunga. Vísir/Vilhelm Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. Samninganefndir verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins áttu tólf klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í gær, þar sem fulltrúar frá Icelandair tóku þátt í viðræðunum eftir hádegi. Aðalverkefnið er að ná kjarasamningi til fjögurra ára fyrir félagsmenn VR og Landsambands verslunarmanna. VR sækir einnig breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 félagsmanna sem vinna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við mikla spennu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við spennu í viðræðum við SA heldur samningsvilja.Stöð 2/Arnar „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni.“ En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Það ætti að vera fljótlegt að ganga frá öðrum málum þótt reynslan sýndi, meðal annars í viðræðum annarra sem hafi samið að undanförnu, að ýmis mál geti tekið nokkurn tíma. Formaðurinn telur allar líkur á að röð verkfallsaðgerða verði samþykkt í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.Vísir/Vilhelm „Ég tel allar líkur á því já. Þátttakan hefur verið með afburðum góð. Svona miðað við hvernig þátttakan hefur verið í atkvæðagreiðslunni sjálfri finnst mér það gefa vísbendingar um að verkfallsboðunin verði samþykkt,“ segir formaður VR. Reynslan sýnir að jafnvel verkfallsboðun ein og sér getur valdið flugfélögum töluverðu tjóni sem síðan verður enn meira eftir að aðgerðir hefjast. Boðaðar aðgerðir VR yrðu á miklum annatíma Icelandair. Fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðnætti föstudagsins 22. mars og næðu til allrar helgarinnar fyrir páska. Í páskavikunni yrði verkfall daginn fyrir skírdag og á skírdag, á páskadag og á annan og þriðja í páskum. Síðan hæfist fimm daga verkfall frá föstudeginum 5. apríl, helgina eftir páska. Að lokum hæfist ótímabundið verkfall föstudaginn 12. apríl. „Kostnaðurinn við að lagfæra það sem þarf að lagfæra er brotabrot við þann kostnað sem verkföll geta mögulega kostað félagið,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Ef verkföll verða samþykkt og ekkert miðar í samningaviðræðum er ekki útilokað að Samtök atvinnulífsins grípti til verkbanns á að minnsta kosti hluta ef ekki alla starfsmenn VR sem þá yrðu launalausir. Slíkum aðgerðum var eftirminnilega hótað í deilu Eflingar og SA í byrjun síðasta árs. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Verðlag Seðlabankinn Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Samninganefndir verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins áttu tólf klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í gær, þar sem fulltrúar frá Icelandair tóku þátt í viðræðunum eftir hádegi. Aðalverkefnið er að ná kjarasamningi til fjögurra ára fyrir félagsmenn VR og Landsambands verslunarmanna. VR sækir einnig breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 félagsmanna sem vinna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við mikla spennu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við spennu í viðræðum við SA heldur samningsvilja.Stöð 2/Arnar „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni.“ En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Það ætti að vera fljótlegt að ganga frá öðrum málum þótt reynslan sýndi, meðal annars í viðræðum annarra sem hafi samið að undanförnu, að ýmis mál geti tekið nokkurn tíma. Formaðurinn telur allar líkur á að röð verkfallsaðgerða verði samþykkt í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.Vísir/Vilhelm „Ég tel allar líkur á því já. Þátttakan hefur verið með afburðum góð. Svona miðað við hvernig þátttakan hefur verið í atkvæðagreiðslunni sjálfri finnst mér það gefa vísbendingar um að verkfallsboðunin verði samþykkt,“ segir formaður VR. Reynslan sýnir að jafnvel verkfallsboðun ein og sér getur valdið flugfélögum töluverðu tjóni sem síðan verður enn meira eftir að aðgerðir hefjast. Boðaðar aðgerðir VR yrðu á miklum annatíma Icelandair. Fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðnætti föstudagsins 22. mars og næðu til allrar helgarinnar fyrir páska. Í páskavikunni yrði verkfall daginn fyrir skírdag og á skírdag, á páskadag og á annan og þriðja í páskum. Síðan hæfist fimm daga verkfall frá föstudeginum 5. apríl, helgina eftir páska. Að lokum hæfist ótímabundið verkfall föstudaginn 12. apríl. „Kostnaðurinn við að lagfæra það sem þarf að lagfæra er brotabrot við þann kostnað sem verkföll geta mögulega kostað félagið,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Ef verkföll verða samþykkt og ekkert miðar í samningaviðræðum er ekki útilokað að Samtök atvinnulífsins grípti til verkbanns á að minnsta kosti hluta ef ekki alla starfsmenn VR sem þá yrðu launalausir. Slíkum aðgerðum var eftirminnilega hótað í deilu Eflingar og SA í byrjun síðasta árs.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Verðlag Seðlabankinn Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58