Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Luke Littler segir að allir vilji vinna hann. getty/Charlie Crowhurst Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross. Pílukast Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross.
Pílukast Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira