Leikmaður Real skiptir um landslið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 12:31 Brahim Díaz spilar með einu af bestu félagsliðum heims, Real Madrid. Getty/Denis Doyle Brahim Díaz, miðjumaður Real Madrid, hefur ákveðið að hætta að spila fyrir spænska landsliðið og ætlar frekar að spila fyrir Marokkó. Frá þessu greinir hinn virti íþróttamiðill The Athletic en Díaz, sem er 24 ára gamall, hefur spilað einn A-landsleik fyrir Spán. Það þýðir að samkvæmt reglum FIFA má hann skipta um landslið en sá möguleiki hverfur ef leikmenn spila fleiri en þrjá A-landsleiki fyrir sömu þjóð. Díaz er fæddur á Malaga á Spáni en á marokkóskan föður. Eini landsleikur hans fyrir Spá var vináttulandsleikur gegn Litháen árið 2021 en samkvæmt reglum FIFA þurfa þrjú ár að líða áður en leikmenn geta spilað fyrir annað landslið, og er þeim tíma nú að ljúka. Real Madrid's Brahim Díaz has decided to represent Morocco over Spain at international level, sources have confirmed to ESPN. pic.twitter.com/vmPbN0GEEs— ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2024 The Athletic segir að FIFA eigi enn eftir að staðfesta skiptin en að marokkóska sambandið hafi sótt það stíft síðustu ár að Díaz myndi spila fyrir Marokkó. Knattspyrnusambönd Spánar og Marokkó vildu ekki tjá sig um málið við miðilinn. Díaz hefur verið leikmaður Real Madrid frá árinu 2019 en var í þrjú ár að láni hjá AC Milan og varð þar meðal annars ítalskur meistari árið 2022. Áður var hann leikmaður Manchester City en er uppalinn hjá Málaga. Díaz hefur skorað fjögur mörk í 23 leikjum með Real í spænsku 1. deildinni í vetur, en liðið er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti íþróttamiðill The Athletic en Díaz, sem er 24 ára gamall, hefur spilað einn A-landsleik fyrir Spán. Það þýðir að samkvæmt reglum FIFA má hann skipta um landslið en sá möguleiki hverfur ef leikmenn spila fleiri en þrjá A-landsleiki fyrir sömu þjóð. Díaz er fæddur á Malaga á Spáni en á marokkóskan föður. Eini landsleikur hans fyrir Spá var vináttulandsleikur gegn Litháen árið 2021 en samkvæmt reglum FIFA þurfa þrjú ár að líða áður en leikmenn geta spilað fyrir annað landslið, og er þeim tíma nú að ljúka. Real Madrid's Brahim Díaz has decided to represent Morocco over Spain at international level, sources have confirmed to ESPN. pic.twitter.com/vmPbN0GEEs— ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2024 The Athletic segir að FIFA eigi enn eftir að staðfesta skiptin en að marokkóska sambandið hafi sótt það stíft síðustu ár að Díaz myndi spila fyrir Marokkó. Knattspyrnusambönd Spánar og Marokkó vildu ekki tjá sig um málið við miðilinn. Díaz hefur verið leikmaður Real Madrid frá árinu 2019 en var í þrjú ár að láni hjá AC Milan og varð þar meðal annars ítalskur meistari árið 2022. Áður var hann leikmaður Manchester City en er uppalinn hjá Málaga. Díaz hefur skorað fjögur mörk í 23 leikjum með Real í spænsku 1. deildinni í vetur, en liðið er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira