Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 19:35 Pep á hliðarlínunni í leik dagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31