„Þetta er bara geggjuð tilfinning. Við komum hérna í fyrra og náðum ekki að klára þetta þá. Það sat í okkur allt árið og því er sætt að ná þessu núna,“ sagði Thea í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn.
ÍBV vann Val í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Var það auka hvatning að hafa ekki náð að klára þetta í fyrra?
„Við lærðum af því. Við þurftum bara að halda áfram að standa vörnina, keyra á þær og klára sóknina okkar vel allan leikinn,“ sagði Thea. Stjarnan stóð vel í Valsliðnu í fyrri hálfleiknum.
„Við vorum að klikka á rosalega mikið af dauðafærum í fyrri hálfleik. Sömuleiðis laumuðust nokkur mörk inn hjá þeim þar sem við hefðum viljað halda vörninni okkar betur. Við náðum aðeins að snúa því við í seinni hálfleik,“ sagði Thea en hvernig er fyrir hana persónulega að vera bikarmeistari.
„Ég er ógeðslega ánægð. Þetta er svo góð tilfinning. Maður er í þessu til að taka titlana og þetta er því bara geggjað,“ sagði Thea.