Cracovia gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Korona Kielce í pólsku deildinni.
Davíd Kristján samdi við félagið á dögunum eftir að hafa spilað áður í Svíþjóð og Noregi. Hann lék með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku.
Davíd Kristján var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu i dag og hann kom Cracovia í 1-0 á 37. mínútu eftir stoðsendingu frá Dananum Mikkel Maigaard.
Leikmenn Korona Kielce jöfnuðu metin á 71. mínútu og það skoraði Milosz Trojak.
Davíd spilaði í vinstri vængbakverði í leiknum í leikkerfinu 3-4-3.