Willum spilaði allan leikinn gegn PSV en toppliðið vann 1-0 sigur eftir mark Sergino Dest á tíundu mínútu. PSV missti Armando Obispo af velli með rautt spjald skömmu fyrir leikslok en Örnunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.
PSV er því með 66 stig og tíu stiga forskot á Feyenoord á toppi deildarinnar en Go Ahead Eagles með 37 stig í 6. sæti.
Elías skoraði eina markið í sigri gegn varaliði Ajax í Amsterdam. Þetta var hans annað mark á tímabilinu. NAC Breda komst með sigrinum í 43 stig og er í 7. sæti næstefstu deildar Hollands.
Í sömu deild kom Rúnar Þór Sigurgeirsson inn á og spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Willem II í 3-0 sigri gegn Eindhoven.