Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum
![Bjarni Ákason, fyrrverandi aðaleigandi Bako Ísberg, Sverrir Viðar Hauksson sem keypti Bako Ísberg og Verslunartækni, og Sigurður Hinrik Teitsson, fyrrverandi eigendi Verslunartækni.](https://www.visir.is/i/F63228CD0221994EAB1490508934C4E380ACD738E1EAB1EB95DD6E740927CF83_713x0.jpg)
Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár.