Keane byrjaði á Instagram snemma árs 2021 en hætti þar vorið 2022. Írinn sneri hins vegar aftur á samfélagsmiðilinn í gær.
Keane birti þá mynd af sér og Ole Gunnari Solskjær, brosandi á bát. „Sendið okkur skilaboð ef þið eruð að leita að þjálfara,“ skrifaði Keane við myndina.
Hann hefur ekki verið aðalþjálfari síðan hann hætti hjá Ipswich Town 2011. Solskjær var hins vegar síðast við stjórnvölinn hjá United á árunum 2018-21.
Keane hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun og hefur lýst yfir áhuga á að taka við írska landsliðinu. John O'Shea var ráðinn þjálfari þess til bráðabirgða á dögunum en ekki hefur enn fundist þjálfari til frambúðar.