Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 22:46 Erling Haaland og Trent Alexander-Arnold í baráttunni fyrr á leiktíðinni. Getty/Shaun Botterill Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira