Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 22:46 Erling Haaland og Trent Alexander-Arnold í baráttunni fyrr á leiktíðinni. Getty/Shaun Botterill Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford. Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti