Heimir myndi elska það að vera með Greenwood í sínu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 06:31 Heimir Hallgrímsson og Mason Greenwood gætu unnið saman í næstu framtíð verði Eyjamanninum að ósk sinni. Samsett/Getty/Getty/Matthew Ashton/Alex Caparros/ Heimir Hallgrímsson talaði á ný um áhuga sinn á því að Mason Greenwood verði landsliðsmaður Jamaíku. Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira
Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira