Viggó endaði einokun Gidsel: Valinn í úrvalslið mánaðarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 07:21 Viggó Kristjánsson stóð sig frábærlega með Leipzig liðinu í febrúar. Getty/Hendrik Schmidt Íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var besta hægri skyttan í bestu deild í heimi í öðrum mánuði ársins. Viggó var valinn í úrvalslið febrúarmánaðar í þýsku Bundesligunni eftir frábæra frammistöðu sína með Leipzig. Það vantar ekki samkeppnina í þessari stöðu í deildinni og þessi útnefning því mikill heiður fyrir okkar mann. Viggó endaði með þessu fjögurra mánaða einokun Danans Mathias Gidsel á stöðunni í úrvalsliðinu sem er valið af þýsku deildinni sjálfri. Viggó skoraði 21 mark í tveimur leikjum sínum í mánuðinum þar af fjórtán mörk á móti Bergischer HC. Í þeim leik var hann einnig með fimm stoðsendingar og kom því með beinum hætti að nítján mörkum liðsins. Mörkin fjórtán á móti Bergischer voru nýtt félagsmet hjá leikmanni Leipzig í einum leik. Viggó nýtti 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum en hann skoraði sjö mörk á móti Gummersbach. Aðrir í liði febrúar voru markvörðurinn Domenico Ebner hjá Leipzig, vinstri hornamaðurinn Casper U. Mortensen hjá Hamburg, vinstri skyttan Eric Johansson hjá Kiel, leikstjórnandinn Manuel Zehnder hjá Eisenach, hægri hornamaðurinn Tim Hornke hjá Magdeburg og línumaðurinn Magnus Saugstrup hjá Magdeburg. View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) Þýski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Viggó var valinn í úrvalslið febrúarmánaðar í þýsku Bundesligunni eftir frábæra frammistöðu sína með Leipzig. Það vantar ekki samkeppnina í þessari stöðu í deildinni og þessi útnefning því mikill heiður fyrir okkar mann. Viggó endaði með þessu fjögurra mánaða einokun Danans Mathias Gidsel á stöðunni í úrvalsliðinu sem er valið af þýsku deildinni sjálfri. Viggó skoraði 21 mark í tveimur leikjum sínum í mánuðinum þar af fjórtán mörk á móti Bergischer HC. Í þeim leik var hann einnig með fimm stoðsendingar og kom því með beinum hætti að nítján mörkum liðsins. Mörkin fjórtán á móti Bergischer voru nýtt félagsmet hjá leikmanni Leipzig í einum leik. Viggó nýtti 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum en hann skoraði sjö mörk á móti Gummersbach. Aðrir í liði febrúar voru markvörðurinn Domenico Ebner hjá Leipzig, vinstri hornamaðurinn Casper U. Mortensen hjá Hamburg, vinstri skyttan Eric Johansson hjá Kiel, leikstjórnandinn Manuel Zehnder hjá Eisenach, hægri hornamaðurinn Tim Hornke hjá Magdeburg og línumaðurinn Magnus Saugstrup hjá Magdeburg. View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Þýski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni