Neymar áhugasamur um að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 09:31 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Paris Saint-Germain. Getty/Tim Clayton Brasilíumaðurinn Neymar er farinn að tala um það að spila aftur með Lionel Messi og sterkur orðrómur er nú um að þeir spili saman á ný hjá bandaríska félaginu Inter Miami í framtíðinni. Neymar og Messi eru góðir vinir og hafa verið liðsfélagar hjá bæði Barcelona og Paris Saint Germain. Þeir eru líka stærstu stjörnur erkifjendanna i Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Ekki mætast þeir þó á Copa América í sumar því Neymar verður þá enn að ná sér eftir krossbandsslit. Neymar var í viðtali hjá ESPN í Argentínu um helgina og var hann þá spurður út í það að Messi sé að fá vini sína til sín til Miami. #Video "OJALÁ VUELVA A JUGAR CON MESSI". Neymar dijo presente en el #BahrainGP y habló de su deseo de volver a compartir cancha con su amigo. https://t.co/2nPNG5DKZH— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) March 2, 2024 „Vonandi getur við spilað aftur saman. Leo er frábær náungi, allir þekkja hann í fótboltanum og ég held að hann sé mjög ánægður. Þegar hann er ánægður þá er ég ánægður,“ sagði Neymar. Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fer ekki að spila aftur fyrr en í ágúst. Neymar talaði um að Messi hafi gengið í gegnum helvíti þegar hann var hjá Paris Saint Germain. Þegar hinn þrítugi Neymar var spurður um það hvort hann ætlaði að enda feril sinn í Brasilíu þá var hann ekki alltof spenntur fyrir því „Ég veit það ekki. Ég efast um það. Ég veit ekki hvort ég spili aftur í Brasilíu,“ sagði Neymar. „Ég myndi hins vegar elska það að spila í Bandaríkjunum ef ég segi alveg eins og er. Ég væri spenntur að taka alla vega eitt tímabil þar,“ sagði Neymar. Neymar told ESPN Argentina:"I hope we will get to play together again. Leo is a great person, everyone knows him. I think he is happy in Miami. If Messi is happy, I am happy too."Football wants to see the return of MSN! pic.twitter.com/uix07h6IjC— SPORF (@Sporf) March 4, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Neymar og Messi eru góðir vinir og hafa verið liðsfélagar hjá bæði Barcelona og Paris Saint Germain. Þeir eru líka stærstu stjörnur erkifjendanna i Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Ekki mætast þeir þó á Copa América í sumar því Neymar verður þá enn að ná sér eftir krossbandsslit. Neymar var í viðtali hjá ESPN í Argentínu um helgina og var hann þá spurður út í það að Messi sé að fá vini sína til sín til Miami. #Video "OJALÁ VUELVA A JUGAR CON MESSI". Neymar dijo presente en el #BahrainGP y habló de su deseo de volver a compartir cancha con su amigo. https://t.co/2nPNG5DKZH— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) March 2, 2024 „Vonandi getur við spilað aftur saman. Leo er frábær náungi, allir þekkja hann í fótboltanum og ég held að hann sé mjög ánægður. Þegar hann er ánægður þá er ég ánægður,“ sagði Neymar. Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fer ekki að spila aftur fyrr en í ágúst. Neymar talaði um að Messi hafi gengið í gegnum helvíti þegar hann var hjá Paris Saint Germain. Þegar hinn þrítugi Neymar var spurður um það hvort hann ætlaði að enda feril sinn í Brasilíu þá var hann ekki alltof spenntur fyrir því „Ég veit það ekki. Ég efast um það. Ég veit ekki hvort ég spili aftur í Brasilíu,“ sagði Neymar. „Ég myndi hins vegar elska það að spila í Bandaríkjunum ef ég segi alveg eins og er. Ég væri spenntur að taka alla vega eitt tímabil þar,“ sagði Neymar. Neymar told ESPN Argentina:"I hope we will get to play together again. Leo is a great person, everyone knows him. I think he is happy in Miami. If Messi is happy, I am happy too."Football wants to see the return of MSN! pic.twitter.com/uix07h6IjC— SPORF (@Sporf) March 4, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira