Neymar áhugasamur um að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 09:31 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Paris Saint-Germain. Getty/Tim Clayton Brasilíumaðurinn Neymar er farinn að tala um það að spila aftur með Lionel Messi og sterkur orðrómur er nú um að þeir spili saman á ný hjá bandaríska félaginu Inter Miami í framtíðinni. Neymar og Messi eru góðir vinir og hafa verið liðsfélagar hjá bæði Barcelona og Paris Saint Germain. Þeir eru líka stærstu stjörnur erkifjendanna i Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Ekki mætast þeir þó á Copa América í sumar því Neymar verður þá enn að ná sér eftir krossbandsslit. Neymar var í viðtali hjá ESPN í Argentínu um helgina og var hann þá spurður út í það að Messi sé að fá vini sína til sín til Miami. #Video "OJALÁ VUELVA A JUGAR CON MESSI". Neymar dijo presente en el #BahrainGP y habló de su deseo de volver a compartir cancha con su amigo. https://t.co/2nPNG5DKZH— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) March 2, 2024 „Vonandi getur við spilað aftur saman. Leo er frábær náungi, allir þekkja hann í fótboltanum og ég held að hann sé mjög ánægður. Þegar hann er ánægður þá er ég ánægður,“ sagði Neymar. Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fer ekki að spila aftur fyrr en í ágúst. Neymar talaði um að Messi hafi gengið í gegnum helvíti þegar hann var hjá Paris Saint Germain. Þegar hinn þrítugi Neymar var spurður um það hvort hann ætlaði að enda feril sinn í Brasilíu þá var hann ekki alltof spenntur fyrir því „Ég veit það ekki. Ég efast um það. Ég veit ekki hvort ég spili aftur í Brasilíu,“ sagði Neymar. „Ég myndi hins vegar elska það að spila í Bandaríkjunum ef ég segi alveg eins og er. Ég væri spenntur að taka alla vega eitt tímabil þar,“ sagði Neymar. Neymar told ESPN Argentina:"I hope we will get to play together again. Leo is a great person, everyone knows him. I think he is happy in Miami. If Messi is happy, I am happy too."Football wants to see the return of MSN! pic.twitter.com/uix07h6IjC— SPORF (@Sporf) March 4, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira
Neymar og Messi eru góðir vinir og hafa verið liðsfélagar hjá bæði Barcelona og Paris Saint Germain. Þeir eru líka stærstu stjörnur erkifjendanna i Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Ekki mætast þeir þó á Copa América í sumar því Neymar verður þá enn að ná sér eftir krossbandsslit. Neymar var í viðtali hjá ESPN í Argentínu um helgina og var hann þá spurður út í það að Messi sé að fá vini sína til sín til Miami. #Video "OJALÁ VUELVA A JUGAR CON MESSI". Neymar dijo presente en el #BahrainGP y habló de su deseo de volver a compartir cancha con su amigo. https://t.co/2nPNG5DKZH— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) March 2, 2024 „Vonandi getur við spilað aftur saman. Leo er frábær náungi, allir þekkja hann í fótboltanum og ég held að hann sé mjög ánægður. Þegar hann er ánægður þá er ég ánægður,“ sagði Neymar. Neymar er leikmaður Al Hilal í Sádi Arabíu en fer ekki að spila aftur fyrr en í ágúst. Neymar talaði um að Messi hafi gengið í gegnum helvíti þegar hann var hjá Paris Saint Germain. Þegar hinn þrítugi Neymar var spurður um það hvort hann ætlaði að enda feril sinn í Brasilíu þá var hann ekki alltof spenntur fyrir því „Ég veit það ekki. Ég efast um það. Ég veit ekki hvort ég spili aftur í Brasilíu,“ sagði Neymar. „Ég myndi hins vegar elska það að spila í Bandaríkjunum ef ég segi alveg eins og er. Ég væri spenntur að taka alla vega eitt tímabil þar,“ sagði Neymar. Neymar told ESPN Argentina:"I hope we will get to play together again. Leo is a great person, everyone knows him. I think he is happy in Miami. If Messi is happy, I am happy too."Football wants to see the return of MSN! pic.twitter.com/uix07h6IjC— SPORF (@Sporf) March 4, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira