Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 16:01 Freyr Alexandersson er vinsæll hjá Kortrijk enda búinn að stórbæta gengi liðsins. Getty Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær. Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30
Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30