Eldfjallið, sem er um 1.476 metrar á hæð gaus síðast árið 2020.
Eyjarnar telja alls um 234 eyja og skerja. Samtals búa um 30 þúsund manns á fjórum eyjanna. Enginn býr þó á Fernandinaeyju svo ekki er talið að neinum stafi ógn af eldgosinu.
Galapagos er að finna um 900 kílómetra vestur af Ekvador og eru eyjarnar að finna á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks dýra og plöntulífs. Líffræðilegur fjölbreytileiki eyjanna veitti Charles Darwin innblástur fyrir þróunarkenningu hans.