Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 09:12 Nauðganir og kynferðisofbeldi á Indlandi komast nú oftar í fréttirnar en áður en tugþúsundir árása eru tilkynntar á ári hverju. Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar var 28 ára kona með ríkisfang í Brasilíu og á Spáni, sem var á mótorhjólaferðalagi með eiginmanni sínum. Þau höfðu þegar farið um nokkur ríki í Asíu þegar þau komu til Indlands fyrir nokkrum mánuðum. Svo virðist sem þau hafi greint frá ferðalögum sínum á Instagram, þar sem þau eru með um 234 þúsund fylgjendur. Í myndskeiðum sem þau birtu um helgina, en hafa nú verið fjarlægð, greindu þau frá árásinni. Konan sagði sjö menn hafa ráðist á sig og nauðgað sér; svo virðist sem nauðgunin hafi verið markmið árásarinnar þar sem þeir tóku ekki mikið af verðmætum á brott með sér. Þá beittu þeir konuna og mann hennar ofbeldi og hótuðu að drepa þau. „Munnurinn minn er ónýtur,“ sagði maðurinn í öðru myndskeiði. „En konan mín er verri. Þeir börðu mig nokkrum sinnum með hjálminum, með grjóti í höfuðið. Guði sé lof að hún var í jakkanum; það dró aðeins úr höggunum.“ Að sögn lögregluyfirvalda tókst parinu að vekja athygli lögreglumanna á vakt, sem flutti þau á heilbrigðisstofnun. Samkvæmt sendiráði Brasilíu á Indlandi varð parið fyrir alvarlegri árás. Búið var að hafa samband við sendiráð Spánar, þar sem parið framvísaði spænskum vegabréfum til að komast inn í landið. Spænska sendiráðið tísti í gær að fólk þyrfti að standa saman í því að binda enda á kynbundið ofbeldi. Samkvæmt umfjöllun Reuters hafa konur stigið fram um helgina og lýst kynferðisáreitni og -ofbeldi á ferðalögum um Indland. Umræða um kynbundið ofbeldi jókst til muna í landinu í kjölfar atviks árið 2012, þegar hópur manna nauðgaði konu að nafni Jyoti Singh um borð í strætisvagni. Singh lést af sárum sínum.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira