Aflétta rýmingu í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 15:52 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira