„Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 10:31 Kristian Nökkvi Hlynsson lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Slóvakíu í nóvember. EPA-EFE/JAKUB GAVLAK Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi. Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00