Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 09:06 Hraun sem rann inn í Grindavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira