Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 09:06 Hraun sem rann inn í Grindavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira