Ásgeir: Vorum bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 22:27 Ásgeir Örn Vísir/Vilhelm Haukar unnu öflugan sigur á Aftureldingu í kvöld í leik í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 24-28 í leik sem var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“
Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58