Ásgeir: Vorum bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 22:27 Ásgeir Örn Vísir/Vilhelm Haukar unnu öflugan sigur á Aftureldingu í kvöld í leik í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 24-28 í leik sem var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“
Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58