Fjórir leikir hefjast kl. 19:30 og hinir fjórir kl. 20:00.Aðeins einn leikur verður í beinni útsendingu frá Rafíþróttasamtökunum, en það er leikur Ármanns og Vallea sem hefst kl. 19:30. Önnur úrslit kvöldsins má nálgast á Frag.is. Útsendingu frá leik Ármanns og Vallea má nálgast á Twitch-rás rafíþróttasamtakanna eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Stórmeistaramótið í beinni: Sextán liða riðlakeppni hefst í kvöld

Riðlakeppni stórmeistaramótsins í Counter-Strike hefst í kvöld. Átta viðureignir fara fram á milli þeirra sextán liða sem skráð eru til keppni.