Bönkunum hugnast ekki greiðslumiðlun forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2024 11:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp um stofnun íslenskrar greiðslumiðlunar á vegum Seðlabankans til að auka þjóðaröryggi og hagkvæmni. Vísir/Vilhelm Samtök fjármálafyrirtækja telja hægt að ná fram markmiðum stjórnvalda um öryggi og hagkvæmni í kortaviðskiptum án þess að stofnuð verði sértök íslensk greiðslumiðlun undir hatti Seðlabankans eins og lagt er til í frumvarpi forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að tryggja rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Á árinu 2019 kom Seðlabankinn á framfæri áhyggjum við þjóðaröryggisráð vegna þess hve smágreiðslumiðlun í landinu væri háð fáum erlendum aðilum. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og aðrir yfirmenn Seðlabankans hafa í nokkur ár lýst áhyggjum af því að um 90 prósent allrar greiðslumiðlunar (kortaviðskipti) í landinu væru í höndum erlendra aðila.Stöð 2/Arnar Yfir 90% af öllum slíkum greiðslum færu nú um greiðslukortainnviði alþjóðlegu kortasamsteypanna. Einnig byggðu flestar íslenskar fjártæknilausnir á þessum sömu innviðum. Sú samþjöppunaráhætta væri ekki ásættanleg fyrir íslenskt efnahagslíf og þörf á fleiri valkostum í greiðslumiðlun hér á landi. Málið hefur margsinnis verið rætt í þjóðaröryggisráði og Seðlabankinn hefur sömuleiðis átt í viðræðum við íslensku bankana um uppbyggingu innlendrar lausnar á greiðslumiðlun í smásölu. En í dag greiða Íslendingar milljarða í ýmsar þóknanir og gjöld vegna kortaviðskipta. Frumvarpi forsætisráðherra hefur ekki beinlínis verið fagnað af Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja sem sent hafa inn sameiginlega umsögn um frumvarpið. Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálafyrirtækin ekki síður en Seðlabankinn leggja áherslu á öryggismál. Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) telur heillavænlegra að Seðlabankinn semji við íslensku bankana um innlenda greiðslumiðlun en stofna nýja hjá Seðlabankanum.Stöð 2/Ívar Fannar „Seðlabankinn hefur verið í samstarfi við bankana um að þróa þessa lausn. Okkur finnst eðlilegt að láta á það reyna til hins ítrasta hvort menn nái ekki saman í því,“ segir Heiðrún. Þá liggi ekki fyrir mat á þeim kostnaði sem myndi fylgja þeirri leið sem lögð væri til í frumvarpinu né mat á hversu mikið þessi íslenska leið yrði notuð. Samtök fjármálafyrirtækja teldu eðlilegra að Seðlabankinn reyndi til þrautar að ná samningum við fjármálafyrirtækin um innlenda lausn og gert yrði kostnaðarmat. Þá virtist frumvarpið aðeins ná til innlendra lausna en Íslendingar þyrftu áfram að nota erlend kort í öðrum löndum. Allar tölur um sparnað væru því óljósar. „En það sem líka skiptir máli er að við í fjármálafyrirtækjum höfum verið að leggja mikla áherslu á að lækka kostnað. Það hefur tekist vel. Meðal annars með tæknivæðingu og slíkt. Þannig að þessi tvö áhyggjuefni, annars vegar kostnaður og hins vegar þjóðaröryggismál eru hlutir sem við horfum á alla daga,“ segir framkvæmdastjóri SFF. Komi upp miklir óvissutímar í alþjóðamálum geti Íslendingar áfram stuðst við millifærslur innanlands. „Og svo eru náttúrlega líka peningar ef eitthvað myndi gerast snögglega. Þetta spurning um að láta reyna á að ná þessari lausn í samningum og þróa þetta saman,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir SFF efast um að frumvarp standist stjórnarskrá og samkeppnisrétt Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa efasemdir um hvort efni frumvarps er varðar rekstraröryggi greiðslumiðlunar standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES-rétt. Viðskiptaráð segir mikilvægt að frumvarpið komi ekki til með að fela í sér ríkissmágreiðslumiðlun í beinni samkeppni við aðrar lausnir sem séu í notkun og þróun. 27. febrúar 2024 07:00 Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. 23. febrúar 2024 08:01 Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda. 6. febrúar 2024 16:25 Ikea hættir viðskiptum við Rapyd Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. 30. október 2023 14:54 Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. 1. ágúst 2023 16:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að tryggja rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Á árinu 2019 kom Seðlabankinn á framfæri áhyggjum við þjóðaröryggisráð vegna þess hve smágreiðslumiðlun í landinu væri háð fáum erlendum aðilum. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og aðrir yfirmenn Seðlabankans hafa í nokkur ár lýst áhyggjum af því að um 90 prósent allrar greiðslumiðlunar (kortaviðskipti) í landinu væru í höndum erlendra aðila.Stöð 2/Arnar Yfir 90% af öllum slíkum greiðslum færu nú um greiðslukortainnviði alþjóðlegu kortasamsteypanna. Einnig byggðu flestar íslenskar fjártæknilausnir á þessum sömu innviðum. Sú samþjöppunaráhætta væri ekki ásættanleg fyrir íslenskt efnahagslíf og þörf á fleiri valkostum í greiðslumiðlun hér á landi. Málið hefur margsinnis verið rætt í þjóðaröryggisráði og Seðlabankinn hefur sömuleiðis átt í viðræðum við íslensku bankana um uppbyggingu innlendrar lausnar á greiðslumiðlun í smásölu. En í dag greiða Íslendingar milljarða í ýmsar þóknanir og gjöld vegna kortaviðskipta. Frumvarpi forsætisráðherra hefur ekki beinlínis verið fagnað af Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja sem sent hafa inn sameiginlega umsögn um frumvarpið. Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálafyrirtækin ekki síður en Seðlabankinn leggja áherslu á öryggismál. Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) telur heillavænlegra að Seðlabankinn semji við íslensku bankana um innlenda greiðslumiðlun en stofna nýja hjá Seðlabankanum.Stöð 2/Ívar Fannar „Seðlabankinn hefur verið í samstarfi við bankana um að þróa þessa lausn. Okkur finnst eðlilegt að láta á það reyna til hins ítrasta hvort menn nái ekki saman í því,“ segir Heiðrún. Þá liggi ekki fyrir mat á þeim kostnaði sem myndi fylgja þeirri leið sem lögð væri til í frumvarpinu né mat á hversu mikið þessi íslenska leið yrði notuð. Samtök fjármálafyrirtækja teldu eðlilegra að Seðlabankinn reyndi til þrautar að ná samningum við fjármálafyrirtækin um innlenda lausn og gert yrði kostnaðarmat. Þá virtist frumvarpið aðeins ná til innlendra lausna en Íslendingar þyrftu áfram að nota erlend kort í öðrum löndum. Allar tölur um sparnað væru því óljósar. „En það sem líka skiptir máli er að við í fjármálafyrirtækjum höfum verið að leggja mikla áherslu á að lækka kostnað. Það hefur tekist vel. Meðal annars með tæknivæðingu og slíkt. Þannig að þessi tvö áhyggjuefni, annars vegar kostnaður og hins vegar þjóðaröryggismál eru hlutir sem við horfum á alla daga,“ segir framkvæmdastjóri SFF. Komi upp miklir óvissutímar í alþjóðamálum geti Íslendingar áfram stuðst við millifærslur innanlands. „Og svo eru náttúrlega líka peningar ef eitthvað myndi gerast snögglega. Þetta spurning um að láta reyna á að ná þessari lausn í samningum og þróa þetta saman,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir SFF efast um að frumvarp standist stjórnarskrá og samkeppnisrétt Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa efasemdir um hvort efni frumvarps er varðar rekstraröryggi greiðslumiðlunar standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES-rétt. Viðskiptaráð segir mikilvægt að frumvarpið komi ekki til með að fela í sér ríkissmágreiðslumiðlun í beinni samkeppni við aðrar lausnir sem séu í notkun og þróun. 27. febrúar 2024 07:00 Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. 23. febrúar 2024 08:01 Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda. 6. febrúar 2024 16:25 Ikea hættir viðskiptum við Rapyd Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. 30. október 2023 14:54 Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. 1. ágúst 2023 16:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
SFF efast um að frumvarp standist stjórnarskrá og samkeppnisrétt Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa efasemdir um hvort efni frumvarps er varðar rekstraröryggi greiðslumiðlunar standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES-rétt. Viðskiptaráð segir mikilvægt að frumvarpið komi ekki til með að fela í sér ríkissmágreiðslumiðlun í beinni samkeppni við aðrar lausnir sem séu í notkun og þróun. 27. febrúar 2024 07:00
Rapyd í ólgusjó: Herjað á mörg hundruð fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu. 23. febrúar 2024 08:01
Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda. 6. febrúar 2024 16:25
Ikea hættir viðskiptum við Rapyd Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52
Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. 30. október 2023 14:54
Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. 1. ágúst 2023 16:18