Vopnfirðingurinn skaut öllum ref fyrir rass á sögulegum viðburði Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 22:31 Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitum. vísir/Bjarni freyr Dilyan Kolev naut sín vel á stóra sviðinu meðal fremstu pílukastara landsins og stóð uppi sem sigurvegari á Akureyri Open, pílukastmóti sem fór fram í Sjallanum um helgina. Þrátt fyrir stífar æfingar í stofunni heima á Vopnafirði átti hann ekki von á sigri. „Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“ Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“
Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti